Allir þeir sem stunda einhverja útiveru að ráði, hvort heldur það eru fjallgöngur, veiði, hestar eða golf þekkja vel hvað það kostar að kaupa sér nesti út í búð. Þar fer armur og leggur einatt af manni, svo vitnað sé í enskt máltæki. Og því þá ekki að gera þetta bara sjálfur. Við mælum með kranavatninu á flösku með steinefnablöndu í sem fæst við litlu verði úti í næstu búð, en svo er það gúmmilaðið: Hafrastykki, það er málið og svoooo einfalt, en snjallræði er að hafa uppskriftina stóra svo afurðin dugi vel fram á haustið, en hér kemur þetta;
3 bollar haframjöl
hálfur bolli rice krispís
kvartbolli kókosmjöl
hálfur bolli af suðusúkkulaði
hálfur bolli púðursykur
kvartbolli smjör
kvartbolli hnetusmjör
3 matskeiðar hunang
2 matskeiðar síróp
hálf teskeið salt
hálf teskeið vanilludropar
Svo er að setja smjörið, hnetusmjörið, hunangið og sírópið í pott og bræða það við lágan hita og bæta svo vanilludropunum út í. Til hliðar er haframjölið, krispíið, kókosmjölið, súkkulaðið, púðursykurinn og saltið sett í skál og blandað vel saman, en fyrir þá sem vilja má bæta brotnum hnetum í allt heila góðeríið. Smjörblöndunni er svo hellt yfir og allt saman hnoðað í deig uns komið er fyrir í bökunarformi. Þetta er bakað í 20 mínútur við 175 gráðu hita og kælt að því búnu og skorið í stykki.
klfurr20 grömm