Sjöfn Þórðar skrifar um upplifanir og ferðalög sem gefa lífinu gildi.
Að uppgötva nýjan stað og ný leyndarmál og ekki síst að njóta góðra upplifunnar þegar við ferðumst með fjölskyldu eða vinum eru lífsgæði og gefa lífinu lit. Í lok mars fórum við hjónin með góðum vinum til borgar sem við höfðum ekki öll komið til og í raun þekktum lítið, nema þá vitneskju að hún er höfuðborg Evrópusambandsins.
Brussel er alltént ekki sú borg sem fólki dettur fyrst í hug að skella sér til í svokallaðar borgarferðir og fleiri tengja hana nú líklega við Evrópusambandið og alþjóðastofnanir en menningu og listir. Sannleikurinn er sá að í Brussel er að finna eitt og annað sem bæði gleður magann, augun og eyrun. Í borginni er mikið um sögulegan arkitektúr sem áhugavert er að skoða og njóta. Í Brussel eru líka falin leyndarmál eins og í öðrum evrópskum höfuðborgum.
Við undirbjuggum ferðina vel og komumst á snoðir um það að núna býðst Íslendingum að njóta leiðsagnar um Brussel á íslensku með Stellu Vestmann (Stellar Walks) og sjá borgina í nýju ljósi. Við bókuðum leiðsögn með Stellu og duttum svo sannarlega í lukkupottinn með því að njóta leiðsagnar hennar um borgina. Stella sýndi okkur borgina og fræddi okkur um mörg helstu leyndarmál hennar og sögu. Við komust að því að Brussel er eitt bezt geymda leyndarmál Evrópu, heimsins beztu frittur, heimsins bezta súkkulaði, heimsins beztu vöfflur, heimsins bezti bjórinn og svo mætti lengi telja. Fjölbreytni og gæði veitingastaðanna kom sífellt á óvart og þarna leyndust dásamlegar perlur út um allt. Við nutum borgarinnar í botn og drukkum í okkur fróðleik, menningu og skemmtun. Við fengum góða innsýn í land og þjóð og Stella benti á ýmsa litla króka og kima , sögu og menningu hvert sem farið var.
Þegar við röltum um stræti borgarinnar mátti finna lokkandi ilminn af vöfflum sem laðaði okkur að og við stóðumst ekki freistinguna og fengum okkur brakandi og stökka vöfflu sem var himneskt að njóta. Við þurftum ekki að rölta mikið lengra þegar fríteruðu kartöflurnar þeirra lokkuðu okkur að sér og fengum við að bragða heimsins beztu frittur í orðsins fylltust merkingu. Súkkulaði ilmurinn var hvarvetna og lét okkur ekki ósnortin. Við keyptum okkur náttúrulega fullt af belgísku súkkulaði til að taka með heim, sérstaklega var það Neuhaus sem heillaði okkur upp úr skónum. Loks ber að nefna þjóðarrétt Belga, Moules Frites, eða kræklinga með frönskum kartöflum sem lætur engan ósnortinn. Freistingarnar alls staðar og við nutum þeirra í botn samhliða öllu því sem borgin býður upp á. Já, það má með sanni segja að ilmur af belgískum vöfflum umleiki borgina, veitingastaðir, kaffihús og knæpur eða ölkelduhús séu á hverju horni sem vert er að heimsækja og njóta. Hver staður með sinn sjarma.
Staðreyndin er sú, að tíðar en stuttar fundarferðir fartölvufólks og gráleit fréttaskot frá höfuðborg Evrópusambandsins, hafa skapað þá ímynd meðal margra að borgin sé aðeins grátt völundarhús skrifstofubygginga enda hafi borgin lítið annað fram að færa. Hvort sem það er meðvitað gert eður ei til að fá frið frá stóru hafi ferðamanna, þá gæti þessi staðalímynd ekki verið fjarri sannleikanum.
Miðborg Brussel er sneisafull af fólki, minnismerkjum og umstangi. Í borginni er að finna hið fræga Rue Antoine Dansaert þar sem þeir sem mest eru inni í tískunni halda sig til að kíkja inn í litlu búðirnar og innimarkaðurinn Halles Aint Gery sem er innimarkaður og breytist í bar á nóttunni. Sankti Mikaels dómkirkjan skartar sínu fegursta í hjarta borgarinnar og sankti Gudulu. Einnig er vert að sjá að margir veggir miðborgarinnar eru skreyttir með myndum af teiknimyndahetjum Brussel sem gaman að skoða. Þetta er bara brot af því bezta og það eru óteljandi staðir sem vert er að skoða.
Gönguferðir Stellar Walks bjóða upp á leiðsögn um borgina á íslensku, sænsku og ensku. Þær miða að því að varpa ljósi á ríka sögu og menningu sem Belgía og Brussel búa yfir. Borgin er á köflum skemmtilega mótsagnarkennd, enda skemmtileg staðreynd að sama þjóð og færði okkur fríteraðar kartöflur, bjór og súkkulaði færði okkur einnig BMI stuðulinn. Borgin samanstendur af ólíkum og skemmtilegum hverfum sem öll hafa sitt sérkenni sem vert er að skoða. Ferðirnar á vegum Stellu eru í stöðugri mótun og hægt er að klæðskera ferðir eftir áhuga og óskum ferðalanga. Brussel er einfaldlega misskilið leyndarmál Evrópu.
Stella hefur átt heima í Belgíu á köflum síðustu 25 ár og þekkir því vel til. Þegar Stella fluttist svo aftur til Brussel síðastliðið haust mótaðist hugmyndin um leiðsögn á íslensku, enda hefur slík þjónusta notið mikilla vinsælda í París hjá Parísardömunni og í Berlín með Berlínum.
Tímasetningar og dagsetningar göngutúranna eru ákveðnar eftir óskum hvers og eins. Ferðirnar eru í stöðugri mótun og þróun, auk þess sem fleiri nýjar ferðir munu bætast við á heimasíðuna. Persónuleg upplifun er fléttuð saman við skemmtilegar og fróðlegar staðreyndir, án þess þó að sleppa góðum lygasögum.
Ég mæli eindregið með því að þið kynnið ykkur Brussel betur og skoðið heimasíðu Stellu www.stellarwalks.com þar sem má finna allar upplýsingar um gönguferðirnar og margvíslegar hagnýtar upplýsingar um Brussel. Stella býður einnig upp á sérþjónustu, hafi fólk áhuga á að fræðast um eða sjá eitthvað sérstakt í Brussel eða annarstaðar í Belgíu. Til að mynda benti Stella okkur á að allar hugmyndir og fyrirspurnir að ferðum eru kærkomnar enda hefur Brussel og Belgía upp á margt að bjóða. Ferðalangar geta líka fengið góðar ábendingar um viðburði í borginni á meðan heimsókn þeirra stendur og hvernig þeir geta fengið sem mest út úr ferðinni sinni. Ég get lofað ykkur því að vel undirbúin ferð til Brussel er upplifun sem þið aldrei gleymið.
Þeim sem vilja kynna sér nánar ferðir Stellar Walks er bent á heimasíðuna www.stellarwalks.com.
Facebook síða www.facebook.com/stellarwalks
Instagram síða www.instagram.com/stellarwalks
Tölvupóstfang [email protected]
S: 0032 476 57 10 69