Nú þegar haustveðrin gerir af alvöru sortinni er upplagt að taka með sér heita súpu í fjallgönguna, sumsé að mæta veyrinum með alvöru kosti, því fátt er nú betra en að stæla skrokkinn á fjöllum uppi yfir harðasta árstímann. Brokkólísúpa með súrmjólk kemur kannski ekki fyrst upp í hugann þegar menn eru að tygja sig til fjalla á þessum kafla almanaksins, en hún svínvirkar; steikið tvo fínsaxaða lauka í olíu þar til þeir verða mjúkir, bætið fimm mörnum hvítlauksrifjum út í herlegheitin og steikið í örlitla stund, hrærið svo hálfu kílóið af niðurskornu brokkolíi út í og svo sem eins og fimm kartöflum í teningum og látið sjóða í einum lítra af vatni með tveimur grænmetisteningum, en kannski má bæta grein af timjan út í löginn. Þetta er soðið í 10 mínútur, maukað með töfrasprota að svo búnu og svo er tveimur desilítrum af súrmjólk bætt saman við ásamt smávegis af salti og pipar. Þetta er látið malla í 2 mínútur og komið loks fyrir í góðum hitabrúsa - og vitiði til, svona drykkur svínvirkar á fjöllum og lækkar þau öll svo um munar ...
Brokkólísúpa með súrmjólk

Fleiri fréttir
Nýjast