Bretar standa við þjóðaratkvæði um esb

Einangrunarsinnar á Íslandi reyna að rýna þannig í kosningaúrslitin á Englandi að brátt verði Bretland í hópi utangarðsríkja sem hafna aðild að Evrópusamvinnu. Þetta segir Ólafur Jón Sívertsen í pistli sínum á Hringbraut.is, og bætir við:


“Þessi atburðarás á eftir að skapa mikinn vanda fyrir íslenska einangrunarsinna sem í máttvana gremju eru fullir eftirvæntingar ef ekki tilhlökkunar því þeir vænta þess að breskir einangrunarsinnar hafni Evrópusamvinnu rétt eins og þeir. Breskir íhaldsmenn ætla þó að standa við kosningaloforð sitt um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er meira en hægt er að segja um kollega þeirra á Íslandi.”


Í því liggur meginmunurinn; að lofa og svíkja eða að lofa og standa við gefin loforð.