Brauðið hennar lukku páls

Heilsuráð Lukku er vinsæll þáttur á Hringbraut og hér er að finna nokkrar uppskriftir frá Lukku.  Hægt er að horfa á þættina:

Happbrauð

7 ½ dl hveilhveiti eða gróft spelt

3 ½ dl múslí að eigin vali

2 ½ dl sólkjarnafræ

2 ½ dl blönduð fræ að eigin vali, t.d. graskersfræ,  sesamfræ, hörfræ

2 ½ dl rúsínur, þurrkuð bláber eða þurrkuð trönuber, saxað

1 msk lyftiduft

1 tsk sjávarsalt

2 dl vatn

7 dl ab-mjólk

  1. Stillið ofninn á 200°.
  2. Blandið öllum þurrefnunum í skál.
  3. Setjið vatn og ab-mjólk saman við. Hrærið varlega.
  4. Látið deigið í smurt formkökuform eða klæðið formið með smjörpappír og bakið í u.þ.b. klukkutíma.

 

Tómatpestó

5 dl sólþurrkaðir tómatar

1 tómatur, skorinn gróft

¼ bútur af litlum rauðlauk, skorinn gróft

2 msk sítrónusafi

1 msk agave-síróp

2 tsk sjávarsalt

nokkrar rauðar chilipiparflögur eða chilimauk á hnífsoddi

½ grænt epli

  1. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið.
  2. Smakkið til með salti, sítrónu og chili eins og þurfa þykir. Hér er líka gott að setja smá bita af grænu epli saman við. Maukið. 

 

Basilíku- og pistasíupestó

5 dl fersk basilíka

1 ½ dl pistasíur

1 dl ólívuolía

1 tsk sjávarsalt

örlítið af svörtum pipar

  1. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið. Smakkið til með pipar og salti ef þurfa þykir.