Nýtt granólamúslí hefur litið dagsins ljós og er komið á markaðinn frá Kaja Organics, Matarbúri Kaju, sem mun gleðja alla sælkera enda lífrænt og hollt. Gæðin og bragðið eru ávallt fyrirrúmi eins og allt sem Kaja gerir. Kaja segir múslíið einstakt að gæðum enda séu lífrænir finnskir hafrar notaðir í grunninn og það sætt með ekta villiblómahunangi.
Aðspurð segir Karen Jónsdóttir, sem er að alla jafna kölluð Kaja, sé granólamúslíið það fyrsta í nýrri múslílínu frá fyrirtækinu en til stendur að koma með glútenlaust múslí og svo múslí með súkkulaðibragði á vordögum. Súkkulaðielskendur munu missa sig yfir múslíinu með súkkulaðinu, það er deginum ljósara.
Næst á dagskrá hjá Kaju er svo að fá lífrænt vottaða íslenska hafra svo hægt verði að bjóða upp á meira úrval af íslensku lífrænu hráefni sem er eftirsótt sem aldrei fyrr.
Granólamúslí fæst í Hagkaup, Melabúðinni, Fjarðarkaupum, Frú Laugu, Matarbúðinni, Gott og blessað og Matarbúri Kaju á Akranesi.