Brakandi og nýtt granólamúslí frá Kaju

Nýtt granólamúslí hefur litið dagsins ljós og er komið á markaðinn frá Kaja Org­anics, Matarbúri Kaju, sem mun gleðja alla sælkera enda líf­rænt og hollt. Gæðin og bragðið eru ávallt fyrirrúmi eins og allt sem Kaja ger­ir. Kaja seg­ir mús­líið ein­stakt að gæðum enda séu líf­ræn­ir finnsk­ir hafr­ar notaðir í grunn­inn og það sætt með ekta villi­blóma­hun­angi.

Aðspurð segir Kar­en­ Jóns­dótt­ir, sem er að alla jafna kölluð Kaja, sé granóla­mús­líið það fyrsta í nýrri mús­lí­línu frá fyr­ir­tæk­inu en til stend­ur að koma með glút­en­laust mús­lí og svo mús­lí með súkkulaðibragði á vor­dög­um. Súkkulaðielskendur munu missa sig yfir múslíinu með súkkulaðinu, það er deginum ljósara.

Næst á dag­skrá hjá Kaju er svo að fá líf­rænt vottaða ís­lenska hafra svo hægt verði að bjóða upp á meira úr­val af ís­lensku líf­rænu hráefni sem er eftirsótt sem aldrei fyrr.

Granóla­mús­lí fæst í Hag­kaup, Mela­búðinni, Fjarðar­kaup­um, Frú Laugu, Mat­ar­búðinni, Gott og blessað og Matarbúri Kaju á Akranesi.