Ferskt og nýtt brakandi grænmeti er ávallt kærkomið á diskinn og gaman er að fylgjast með gróskunni í ræktunni hér á landi. Hárækt ehf. er nýlegt fyrirtæki í matjurtagerð sem sérhæfir sig í lóðréttum landbúnaði innanhús þar sem matjurtir eru ræktaðar undir vörumerkinu VAXA. Sjöfn Þórðar heimsækir stofnandann og framkvæmdastjórann Andra Björn Gunnarsson og rekstrarstjórann Íris Ósk Valþórsdóttur í gróðurhúsið þættinum Matur og Heimili í kvöld.
„Í lóðréttum landbúnaði eru matjurtir ræktaðar á mörgum hæðum með LED ljósum og nýting á landi, orku og vatni þannig hámörkuð,“segir Andri Björn og leggur mikla áherslu á að rækta hreina, bragðgóða og auðrekjanlega hágæðavöru í mikilli nálægð við neytendur.
Í dag ræktum við nokkrar tegundir af salathausum, grænsprettum og kryddjurtum og viðtökurnar hafa farið langt framúr væntingum,“segir Íris Ósk og sérstaklega ánægð með þau viðbrögð sem Farmboxin frá VAXA hafa fengið.
Mjög fræðandi og áhugaverð heimsókn í gróðurhúsið þar sem matjurtirnar frá VAXA blómstrar og spretta eins og enginn sé morgundagurinn í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.