Þegar sólin skín og sumarið brestur á þá kalla bragðlaukarnir á ís. Í Skúbb ísgerðinni allur ísinn framleiddur á staðnum og hverri árstíð fylgja ný brögð og áferð sem gleðja bragðlaukana. Í tilefni þess að sumarið er um garð gengið heimsækir Sjöfn Þórðar í þættinum Matur og Heimili, Skúbb ísgerðina, og fræðist frekar um framreiðsluna og hvað er verið að aðhafast þar þessa dagana. Skúbb ísgerðin er á tveimur stöðum, annars vegar í Hafnarfirðinum við Bæjarhraun 2 sem opnaði á síðasta ári og við Laugarásveg 1 hún opnað fyrst. Hún hittir bæði sölustjórann Jón Jóhannsson og Vigdísi Mi Diem Vo bakarameistara og konditori.
Jón Jóhannsson sölustjóri hjá Skúbb ísgerðinni og Sjöfn Þórðar í þættinum Matur og Heimili.
„Hugmyndin á bakvið Skúbb er að gera handgerðan ís frá grunni með bestu vörum sem völ er á og velja alltaf lífrænt og aukaefnalaust ef hægt er. Við notum aðeins lífræna mjólk frá Bíó Bú. Úrvalið okkar samanstendur af handgerðum ís, íslokum, ís refum, ís sósum, ístertum, smákökum, toppings og fleira. Við notum alvöru hráefni við gerð íssins sem gerir bragðið ósvikið, ferskt og engu líkt,“segir Jón og hefur mikla ánægju af því að gleðja viðskiptavini með ís sem bráðnar í munni.
Ísterturnar sem Vigdís töfrar fram lokka bragðlaukana og gleðja sálina. Hún hefur gert þær ófáar og nýrri árstíð fylgir ávallt ný ísterta.
„Við leggjum áherslu á að bjóða upp á gott vegan úrval og höfum þróað fjölmargar tegundir af vegan ís. Brauðformin okkar eru alltaf vegan og við leitumst eftir því að bjóða upp á vegan útgáfur af öllum okkar vörutegundum,“segir Vigdís sem hefur ástríðu fyrir starfi sínu hjá Skúbb og hefur meðal annars þróað vöffluform, íssósur og ístertur af ýmsum tegundum.
Meira um sælkeraísinn og kræsingar sem er að finna í ísgerðinni Skúbb í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.