Blaðamaðurinn Bragi Páll birti merkilegt mynband á Twitter síðu sinni í dag þar sem heyra má gesti landsfundar Sjálfstæðisflokksins klappa fyrir Jóni Gunnarssyni þegar Bjarni Benediktsson biður fólk að gefa honum lof í lófa fyrir frammistöðu hans í málefnum hælisleitenda.
En eins og kunnugt er orðið framkvæmdi lögreglan viðamikla aðgerð til þess að vísa burt fimmtán einstaklingum sem leitað höfðu hælis hér á landi. Voru allir einstaklingarnir færðir til Grikklands, þar á meðal maður í hjólastól og átján ára drengur sem gist hefur á götum Grikklands síðustu daga.
Bragi Páll segir í færslu sinni að "Héðan í frá eru öll þau sem styðja áfram Sjálfstæðisflokkinn eða ríkisstjórnina samsek í mannréttindabrotum þeirra."
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun klukkan 14:00 til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar undir myllumerkinu #ekkiímínunafni
Bjarni þakkar Jóni Gunnarssyni sérstaklega fyrir það hvernig hann hefur rekið fólk á flótta undan stríði úr landi. Lætur landsfundargesti klappa fyrir honum. Héðan í frá eru öll þau sem styðja áfram Sjálfstæðisflokkinn eða ríkisstjórnina samsek í mannréttindabrotum þeirra. pic.twitter.com/hhDC1JzP46
— Bragi Páll (@BragiPall) November 4, 2022