Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur hægt og rólega brotnað niður sl.10 ár. Það byrjaði með því að það var erfitt að fá tíma hjá lækni og tók lengri tíma en áður.Þetta segir Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, þar sem hann tegnir við frétt Rúv þar sem segir frá því að þrjár einkareknar heilsugöslustöðvar verði opnaðar innan skamms á höfuðborgarsvæðinu.
Kristján Þór Júlíusson kynnti þetta í hádeginu. BSRB hefur mótmælt og bent á að sjúkir séu ekki vörur á markaði. Stöðvunum verður greitt eftir verkefnum en óheimilt verður að taka arð, eftir því sem fram hefur komið hjá ráðherra.
Viðbrögð við þessu eru nokkuð misjöfn en Jón Gnarr er í hópi þeirra sem segjst hafa hætt að heimsækja heilsugæslustöðvar vegna ónógrar þjónustu.
\"Mér fannst líka reglurnar verða stífari. Manni var skipaður heimilislæknir og hafði ekkert val. Svo fóru læknarnir að hætta og við vorum allt í einu komin með nýjan lækni. Og þegar heilsugæslan auglýsti eftir læknum þá heyrði maður að enginn hefði sótt um. Það er orðið mjög langt síðan ég leitaði á Heilsugæsluna, mörg ár. Ég fer frekar á Læknavaktina og bíð þar í nokkra klukkutíma,\" skrifar fyrrum borgarstjóri á eigin fésbókarsíðu.
\"Ég hef haft það lengi á tilfinningunni að það sé ríkur pólitískur vilji til að einkavæða í heilbrigðisþjónustunni. Ég er ekki mótfallinn því í prinsippi en ég mundi vilja að það væri sagt hreint út. Það að láta hlutina bara drabbast niður er ábyrgðarlaust gagnvart þeim sem þurfa að nota þjónustuna. Ég upplifði þetta líka gagnvart sjúkraflutningunum. Ríkinu ber, lögum samkvæmt, að fjármagna sjúkraflutninga, samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum um viðbragðstíma og gæði. Sveitarfélögin sjá um sjúkraflutninga fyrir ríkið, bara einsog hver annar verktaki. Ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær sjúkraflutningar verða boðnir út og einkavæddir. Það hefur líka verið gert á hinum Norðurlöndunum og reynslan af því hefur nær undantekningar verið slæm, þjónustan hefur bæði orðið verri og dýrari,\" segir Jón Gnarr.
Hann telur óheiðarleika einkenna málflutning íslenskra stjórnmálaflokka um stefnu í heilbrigðismálum.
\"Ég starfaði með tveimur ríkisstjórnum að þessu. Fyrst með Samfylkingu og VG og svo með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Ég upplifði engan pólitískan áherslumun í þessum málaflokki eftir flokkum. Það er bara einsog þetta sé einhver risastór vél sem lullar áfram og menn fái ekkert við ráðið, yppta bara öxlum og þykjast vanmáttugir. Og það er kannski nákvæmlega þetta ábyrgðarleysi sem fer mest í taugarnar á manni við stjórnmálin. Fólk vill ekki eða kann ekki að taka ábyrgð. Sumir skelfast það. Samfylkingin breyttist í Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkurinn breyttist í Sænsku Sósíaldemókratana. Á meðn fór VG að leita að olíu. Enginn kannast þó við neitt af þessu og munu þræta fyrir þetta og kenna hver öðrum um þangað til enginn nennir lengur að tala um þetta. Það er enginn eins staurblindur og sá sem ekki vill sjá. Og er nema von að maður hafi ekki hugmyn um fyrir hvað þessir flokkar standa og hafi rugælast í því fyrir löngu síðan? Nú tíðkast það að gera lítið úr Pírötum afþví að þau séu \"ekki með skýra stefnu í neinu.\" En hvaða máli skiptir það að vera með ákveðna og skýra stefnu ef maður ætlar ekkert að halda hana hvort sem er og allir gera bara það sem hentar þeim sjálfum best hverju sinni? Ég vel frekar þann sem viðurkennir að hann viti ekki heldur en þann sem veit ekki en þykist vita. Ég vel vissulega óvissu en takmarka um leið lygi og ábyrgðarleysi. Og ég vil frekar vera týndur með heiðarlegu fólki heldur en frjáls maður í ríki lyginnar.\"