Bókari Eflingar sár eftir at­vinnu­missi: „Ég varði Sól­veigu mánuðum saman og sagði ekkert á sam­fé­lags­miðlum“

Phoenix Ramos sem hefur unnið í nokkur ár hjá Eflingu bæði í vinnu­staða­eftir­lit og sem bókari er afar sár yfir því að hafa misst vinnuna án til­efnis eftir að for­maður Eflingar, Sól­veig Anna Jóns­dóttir, á­kvað að reka alla starfsmenn Eflingar í gær.

„Ég hélt mig frá fjöl­miðlum, vann vinnuna, bara til þess að vera rekin,“ skrifar Ramos á Twitter.

Hún skrifar síðan í kald­hæðni að það er gott að Ís­land sé ekki eins og Banda­ríkin þar sem hægt að reka fólk af handa­hófi til að bjóða öllum lægri kaup. „Gott við eigum stéttar­fé­lög,“ skrifar hún.

„Ég er stolt af því að viður­kenna mis­tök mín. Til dæmis eyddi ég mánuðum í að verja Sól­veig Önnu og hélt mig frá sam­fé­lags­miðlum af virðingu við hana og verka­lýðs­hreyfingarinnar,“ skrifar Ramos einnig.

Hún spyr síðan hvort ein­hverjum vantar bókara þar sem hún er nú komin í at­vinnu­leit að nýju.