Davíð Oddsson hefur stundum verið viti sínu fjær á ríkisstjórnarfundum. Þetta á einkum við í byrjun þessarar aldar þegar Davíð var að missa tökin á starfi sínu sem stjórnmálamaður og ráðherra.
Í nýútkominni ævisögu Halldórs Ásgrímssonar koma m. a. fram tilvitnanir í minnisatriði ráðherra af fundum ríkisstjórnarinnar þar sem lýst er orðrétt hvernig Davíð Oddsson bölvaði og úthúðaði fjærstöddu fólki.
Dæmi um orðbragð Davíðs:
„Vitleysingar og fávitar, kratasamtök og idíótar, fávitar sem ekki ráða við nokkurn skapaðan hlut......Viðurstyggilegir helvítis bjálvar og mannleysur (Flugleiðir).“
Á ríkisstjórnarfundi þann 21. nóvember 2003 ræddi Davíð um tiltekna forystumenn í atvinnulífinu og taldi þá “vafasama pappíra og glæpahyski.”
Á þessum tíma var Davíð Oddsson lagður af stað niður brekkuna og endalok hans sem áhrifamanns voru stutt undan.
Eða hvað er annars hægt að segja um ráðherra sem talar með þessum hætti á fundum sjálfrar ríkisstjórnarinnar?