Björn bjarnason ræðir atlantshafsbandalagið

Í fimmta þætti Íslands og umheims, sem er á dagskrá Hringbrautar í kvöld klukkan 20:00, verður rætt við Björn Bjarnason, formann Varðbergs, í tilefni af 70 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins.

Ísland hefur frá upphafi haft sérstöðu sem aðildarríki NATO án eigin herafla. Það er eina aðildarríkið sem er í landvörnum algerlega háð sameiginlegum varnarskuldbindingum NATO og tvíhliða varnarsamningi við Bandaríkin.

Hverju hefur aðildin að NATO skilað okkur? Hverjar eru helstu áskoranir NATO á næstu árum?

Rætt verður við Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, en hann er jafnframt formaður Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál.