Sífellt fleiri heimili velja umhverfisvænan samgöngumáta og velja rafmagnsbíl og rafmagnshjól sem sína farkosti. Þegar heimilin velja umhverfisvænni farkosti er vert að vera með hleðsustöðvar á heimilinu sem eykur notagildið og auðveldar hleðslu á farskjótanum. Ergo fjármögnunarþjónusta hjá Íslandsbanka vill vera hreyfiafl til góðra verka og hafa að leiðarljósi stefnu Íslandsbanka sem byggir meðal annars á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum.
Sjöfn Þórðar heimsækir Jón Hannes Karlssson framkvæmdastjóra Ergo í höfuðsstöðvar Íslandsbanka og ræðir við hann um hvernig Ergo stuðlar að og hvetur til umhverfisvænni samgöngumáta. „Það gerum við meðal annars með því að bjóða Græna fjármögnun. Ergo býður Græna fjármögnun fyrir einstaklinga á nýjum rafmagnshjólum og hleðslustöðvum fyrir bifreiðar“, segir Jón Hannes og nefnir jafnframt að eftirspurn eftir slíkum lánum fari fjölgandi og heimilin séu í auknum mæli að rafbílavæðast.
Sjöfn og Jón Hannes ræða frekar um rafmagnsátt varðandi samgöngur heimilisins og framtíðarsýnina hjá Ergo. Meira um þetta í þættinum í kvöld.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.