Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að hann ætli að selja vandræðafyrirtækið Íslandspóst. Hér er um einkennilega yfirlýsingu að ræða því Bjarni ætti að vita að Pósturinn er óseljanlegt fyrirtæki enda svo illa statt og illa farið eftir langvarandi lélegan rekstur að engum gæti komið til hugar að kaup Íslandspóst.
Maður hefði haldið að fjármálaráðherra hefði meiri reynslu af viðskiptum en svo að honum dytti í hug að leggja til að þetta óseljanlega fyrirtæki yrði sett í sölu.
Dýralæknirinn Sigurður Ingi Jóhannsson hefur þegar lýst því yfir að sala á Íslandspósti komi ekki til greina. Samgönguráðherra virðist vera gleggri á viðskipti en Fjármálaráðherrann.
Stundum hvarflar að manni að Bjarni Ben lifi ekki hér á landi!