Bjarni brotnaði: „Ég sat þar einn og brast svo í grát“ – hálf rústaði einbýlishúsi

Bjarni Benediktsson hefur tekið sér fyrir hendur ótrúlegustu hluti. Hann var efnilegur knattspyrnumaður, þá munaði mjög litlu að hann kæmist ekki inn á þing! Hvar væri hann í dag! Hann skammaði menntaskólanema og náðist það á myndband, vildi verða hrekkjusvín, sakaður um vafasama fjármálagjörninga, rústaði húsinu og byggði nýtt og svo brotnaði hann saman á sínu sárasta augnabliki þegar hann var einn ... Þetta eru atriðin sem þú vissir líklega ekki um Bjarna Ben

Vissir þú að ...

...Þegar Bjarni var lítill og var að velta fyrir sér hvað hann langaði að verða þegar hann yrði stór, var niðurstaðan þessi, en hann sagði í viðtali að ...

Hann vildi verða hrekkjusvín.

... Bjarni Ben elskar Ora-baunir. Um það sagði Bjarni í viðtali við Fréttablaðið:

„Mér þóttu Ora-baunirnar alveg óhemju góðar og spænt þær í mig eintómar. Ég borða þær enn og finnst þær góðar með lambakjötinu matreiddu á gamla mátann.“

Nú eru hamborgarar helst í uppáhaldi eða eitthvað sem konan eldar.

... Í kosningurbaráttunni árið 2002 var Bjarni bingóstjóri þegar eldri borgurum var boðið í bingó af Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ í aðdraganda kosninga. Þar var boðið upp á vöfflur og kakó og glæsilega vinninga, meðal annars utanlandsferð. Allt fyrir atkvæðin!

... Bjarni rétt slapp inn á þing undir morgun í sínum fyrstu kosningum þegar síðustu atkvæði voru talin upp úr kjörkassanum. Hann var aðeins 33 ára og var strax  gerður að formanni Allsherjarnefndar. Við getum velt fyrir okkur hvað Bjarni væri að gera í dag, hefði hann ekki náð inn þarna um morguninn.

... Bjarni Ben átti ekki en átti svo aflandsfélag!

... Bjarni lét nánast rífa einbýlishúsið sem hann keypti og stækkaði það um rúman helming. Bjarni keypti einbýlishúsið árið 2000 í gamalgróinni götu að Bakkaflöt í Garðabæ. Húsið var tæplega 200 fermetrar. Bræðrasynirnir Bjarni og Hrólfur Einarsson keyptu báðir hús í götunni. Hrólfur reif sitt hús og byggði 449 fermetra mannvirki á lóðinni. Bjarni hálfreif sitt og er húsið nú helmingi stærra eða 451 fermeter. í DV sagði um húsið og Bjarna:

Bjarni Benediktsson segist alls ekki hafa verið að gera annað heldur en fjölmargir aðrir sem þyrftu að endumýja hús sem væru yfir 30 ára gömul. Það sem hann hefði gert hefði verið að skipta um þak og stækka húsið. Við þetta væri ekkert fréttnæmt.

„Ég skil ekki hvers vegna við frændurnir erum eitthvað sérstaklega til umfjöllunar umfram aðra í sömu sporum.“

Við þetta má bæta að Bjarni býr í verðmætasta húsinu af öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar.

... Bjarni var formaður stjórnar N1, sem var eitt þeirra félaga sem komu að Base ehf, sem keypti 22 skemmur á Miðnesi heiði. Þóttu kaupin afar umdeild. Um það má lesa hér.

... Bjarni studdi Ice-save samninginn en skipti svo um skoðun eftir að hafa verið skammaður af Davíð Oddssyni og kallaður vikapiltur Steingríms J. En áður hafði Bjarni stutt afar umdeilt fjölmiðlafrumvarp Davíðs.  Annað umdeilt frumvarp sem Bjarni var á móti var „vændisfrumvarpið“ árið 2003. Bjarni var þá formaður allsherjarnefndar og hafði nýlega sest á þing.

... Bjarni skammaði menntaskólanema árið 2017. Hann var spurður út í hagsmunaárekstra tengda flokknum á kosningafundi í Verzlunarskóla Íslands. Myndband frá Málfundafélagi Verzlunarskólans má sjá hér fyrir neðan:

... Að Bjarni hefur aldrei þurft að hafa áhyggjur af peningum. Hann fæddist með silfurskeið í munni inn í eina ríkustu ætt landsins, Engeyjarættina. Um ættina sagði Bjarni í viðtali:

„Ég er mjög stoltur af minni fjölskyldu og mínum ættartengslum. Og ég á ekki bara marga góða frændur heldur eru margir þeirra líka góðir vinir mínir þannig að hvort sem það er mér til framdráttar eða trafala í pólitík er það mér alveg örugglega til framdráttar í lífinu að eiga góðan frændgarð.“

Árið 2018 greindi Stundin frá því að þau fyrirtæki sem Bjarni kom að fyrir hönd fjölskyldu sinnar, hefði fengið afskriftir upp á 130 milljörðum króna samanlagt. Flest urðu þau orðið gjaldþrota, eða voru tekin yfir af kröfuhöfum í kjölfar hrunsins.

... Bjarni og Þóra Margrét kynntust í grunnskóla, þetta var unglingaást, svo slitnaði upp úr í tæp tvö ár þegar þau fóru í menntaskóla en byrjuðu svo aftur saman.

... Bjarni Benediktsson var afar efnilegur knattspyrnumaður og fylgdi liði Stjörnunnar upp úr þeirri fjórðu og upp í þá efstu. Hann spilaði fyrir öll yngri landslið Íslands. Að Bjarni skoraði úr vítaspyrnu í sigri Stjörnunnar á Gróttu og jafnaði leikinn þegar Stjarnan lék í 2. Deild sumarið 1988. Leikurinn endaði 2-1. Gamla kempan af Skaganum, Sveinbjörn Hákonarson skoraði sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok. Hann lék með Stjörnunni frá 1986 til 1994

... Bjarni var í stjórn með hinum umdeilda Guðmundi Franklín Jónssyni hjá verðbréfafyrirtækinu Burnham International.

... Bjarni brast í grát eftir að hafa slasast í íþróttum 24 ára og þurfti að hætta alfarið æfingum og keppni.

Líf mitt fram að því, frá því ég var smástrákur, snerist að verulegu um íþróttirnar, en ég slasaðist í leik með Stjörnunni í efstu deild og steig aldrei aftur inn á völlinn eftir það. Ég man vel síðustu æfinguna. Þá hafði ég hvílt fótinn lengi eftir slysið og vildi láta reyna á ökklann.

„Eftir 15 mínútur var ég kominn aftur í búningsklefann.  Sat þar einn og brast svo í grát því ég fann að það var eitthvað mikið að og ég óttaðist að ég næði mér aldrei, sem varð raunin.“

... Bjarni var sakaður um vafasama gjörninga vegna vafningsmálsins og þurfti að mæta í réttarsal. Hér fyrir neðan má sjá Bjarna svara fyrir það.

... þegar Bjarni var í framboði í fyrsta sinn, í 5. sæti í Suðurvesturkjördæmi árið 2003 sagði hann að það væri aðalatriðið að vinna gegn fátækt og atvinnuleysi.

... að ljósmæður og læknar björguðu konu hans árið 2012. Frá því greindi Bjarni á landsfundi 2013. Var sú ræða rifjuð upp þegar ljósmæður vildu hærri laun en lítið virtist til í ríkiskassanum. Sjáðu hér fyrir neðan þegar Bjarni þakkaði ljósmæðrum:

... að árið 2013 íhugaði Bjarni að segja af sér formennsku í Sjálfstæðisflokknum.  Bjarni brotnaði nánast saman og komst við í beinni útsendingu og náði þannig vopnum sínum aftur. Innsti inni, sagði Bjarni, þá vildi hann ekki segja af sér, eftir að hafa haldið áður að hann ætti ekki annarra kosta völ. Hér má sjá það viðtal.