Í þættinum Besti ódýri heilsurétturinn kemur stílistinn og sjónvarpskonan Þórunn Högna og býr til dásamlegan fiskirétt með lygilega góðri sósu og franska súkkulaðiköku sem bráðnar í munni. Hollt en geggjað gott. Og dómari með Völu Matt að þessu sinni er Gunnar Helgason sem er eins og venjulega grenjandi skemmtilegur. Hollur sælkeramatur, snilldar hollustuhugmyndir, uppskriftir og skemmtilegir gestir.
Ekki missa af \"Besti ódýri heilsurétturinn\" í kvöld kl 20:00 og endursýndur kl 22:00 hér á Hringbraut.