Berglind berndsen hrífst af frístandandi baðkörum

Þau Jón G. og Sjöfn Þórðardóttir fá að venju til sín góða gesti í þáttinn Fasteignir og heimili í kvöld.

Við heimsóttum Berglindi Berndsen innanhússarkitekt á vinnustofuna og ræddum við hana um hönnun baðherbergisrýma með tilliti til notagildis og fagurfræðinnar. Berglind mælir hiklaust með frístandandi baðkörum. Þau fanga augað og fegra baðherbergið og eru ekki dýrari lausn.

\"\"

Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Blómavali heimsótti okkur og við ræddum við Láru um þær pottaplöntur sem eru vinsælastar í dag. Einnig gaf hún okkur góð ráð hvernig best er að hugsa um pottaplönturnar svo þær njóti sín sem allra best á heimilum okkar.

\"\"

Rakaskemmdir og mygla eru eitt af því sem við viljum síst finna í húsum okkar og fasteignum. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá verkfræðistofunni Eflu heimsótti okkur og fræddi okkur um helstu ástæður þess að rakaskemmdir og mygla láti á sér kræla. Efla er leiðandi á markaði þegar kemur að rannsóknum og ráðgjöf vegna rakaskemmda og myglu á vinnustöðum og heimilum.  Við fórum líka yfir það að reynsla og fagþekking á rakavandamálum skiptir sköpum þegar kemur að mati á fasteignum vegna rakaskemmda.

\"\"

Við heimsóttum einnig Guðmund Hannesson sölustjóra hjá fyrirtækinu Áltak og ræddum við hann um mikilvægi þess að viðhalda fasteignum utanhúss og vanda til verka. Nú þegar vor er í lofti og margir farnir að huga að verkefnum sumarsins utanhúss er vert að skoða alla þá möguleika sem eru í boði og horfa til framtíðar. Áltak býður uppá fjölmargar heildarlausnir í utanhúss- og þakklæðningum þar sem gæðin og ending eru í fyrirrúmi. Einnig er gaman að geta þess að Áltak er eitt af fyrirtækjum ársins 2018.

Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.