Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, er gestur Jóns G. í kvöld. Þeir ræða uppsagnirnar hjá Arion í síðustu viku, breytt umhverfi fjármálafyrirtækja, tækninýjungarnar sem leysa bankamenn hægt og sígandi af hólmi, hátt eiginfjárhlutfall íslensku bankanna, metnaðarfullt markmið um 10% arðsemi eiginfjár en eigið fé Arion banka er 195 milljarðar króna og markaðsverðið í Kauphöllinni á sama tíma nokkru lægra eða 146 milljarðar.
Mjög öflugt viðtal við Benedikt. Á dagskrá kl. 20:30 í kvöld og eftir það á 2ja tíma fresti og auðvitað líka á tímaflakkinu.