Í kvöld verður jólaþáttur Fasteigna & Heimila og verður hann með hátíðarívafi. Matarhefðir og siðir heimilana um jólin verða í forgrunni. Sjöfn Þórðar fær til sín góða gesti sem munu ræða um jólahefðir og siði fyrr og nú. Meðal annars verður spáð í það hvort við erum fastheldin á jólasiði þegar kemur að velja jólamatinn eða hvort þetta hefur breyst í áranna rás og hvernig gæti framtíðin litið út þegar kemur að jólahefðum og siðum í matargerð.
Gestir þáttarins fara á kostum og njóta þess að rifja upp bernskuminningar í tengslum við aðdraganda og jólahátíðina sjálfa. Berglind segir að hún hafi slakað á kröfunum yfir jólahátíðina og meira segja gengið svo langt að bjóða börnunum sínum uppá að halda aðfangadagskvöld í náttfötunum og snæða hamborgara en það féll ekki vel í kramið hjá börnunum hennar.
Í þættinum munu kokkarnir á Grillmarkaðinum, Hrefna Rósa Sætran og Guðlaugur P. Frímannsson, framreiða glæsilega jólarétti fyrir gestina og Ágúst Einþórsson stofnandi Brauð & Co mun framreiða nýstárlegan jólaeftirrétt. Hátíðlegur og skemmtilegur jólaþáttur framundan í kvöld.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30 auk þess sem hann verður aðgengilegur á vefnum.