Í ástandinu í dag þar sem ríkir samkomubann og allir barir lokaðir þá hefur það færst í aukanna að fólk taki barinn heim og hafa því barvörur, glös og fylgihlutir selst sem aldrei fyrr. Í ástandi þar sem fjöldi fólks er í sóttkví þá hefur netverslunin komið sér afar vel og hentar viðskiptavinum sérstaklega vel.
Þegar maður tekur barinn heim þá er eitt og annað sem góður heimabar þarf að hafa en Bako Ísberg er einmitt með skemmtileg sett sem hentar einstaklega vel til að setja upp hinn fullkomna heimabar, en þetta sett kallast Bartube eða bartól sem er gjafakassi sem samanstendur af hristara, stál muddler, sjússamæli, kokteilsigti, stútum á vínflöskur og barskeið en þessi pakki kostar 9.900,- krónur.
Bartólin hjá Bako Ísberg.
Bako Ísberg er í raun með fjölbreytt úrval af barvörum allt frá glösum upp í vínkæla allt annað sem góður bar og margt fleira spennandi. Til fróðleiks er vert að nefna það að fólk getur valið um liti á bartólunum og hefur til dæmis rósagull verið vinsæll litur þótt vissulega sé stálið ávallt lang vinsælast enda klassísk. Að lokum má líka nefna það að bragðgóðir og fagurlega skreyttir óáfengir drykkir njóta sívaxandi vinsælda á heimabarnum enda þarf réttu bartólin til að fá réttu áferðina, ilminn og útlitið.
Rósagull er liturinn sem nýtur vinsælda þessa dagana. Hér er falleg skál fyrir klaka og flöskur sem fangar augað.
Hægt er að skoða vöruúrvalið hjá Bako Ísberg hér: Bako Ísberg