Bæjar­stjóri kallar eftir fleiri já­kvæðum fréttum: Ham­fara­frétta­mennska Ís­landi er rosa­leg

Íris Róberts­dóttir, bæjar­stjóri í Vest­manna­eyjum, kallar eftir fleiri já­kvæðum fréttum á fjöl­miðla. Íris spyr á Face­book hvort að hún sé um að finnast frétta­tímar fjöl­miðla „nánast fullir af nei­kvæðum og „þungum“ fréttum?“

Fjöl­margir taka undir þessi orð bæjar­stjórans.

„Ég er að bugast. Þessi,“ segir Jórunn Einars­dóttir og svo nefna nokkrir að þau væri til í fleiri fréttir, eða jafn­vel heilan frétta­tíma með Magnúsi Hlyni Hreiðars­syni á Stöð 2.

Íris tekur dæmi um frétt sem birt á vef Vísis í gær um að pysju­tíminn sé hafinn í Eyjum og deilir mynd af sætri pysju sem Pétur Stein­gríms­son tók. Margir eru einni sam­mála því.