Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, kallar eftir fleiri jákvæðum fréttum á fjölmiðla. Íris spyr á Facebook hvort að hún sé um að finnast fréttatímar fjölmiðla „nánast fullir af neikvæðum og „þungum“ fréttum?“
Fjölmargir taka undir þessi orð bæjarstjórans.
„Ég er að bugast. Þessi,“ segir Jórunn Einarsdóttir og svo nefna nokkrir að þau væri til í fleiri fréttir, eða jafnvel heilan fréttatíma með Magnúsi Hlyni Hreiðarssyni á Stöð 2.
Íris tekur dæmi um frétt sem birt á vef Vísis í gær um að pysjutíminn sé hafinn í Eyjum og deilir mynd af sætri pysju sem Pétur Steingrímsson tók. Margir eru einni sammála því.