Augnþurrkur mun tíðari en talið er

Augnþurrkur er ein algengasta ástæða þess að fólk leitar til augnlæknis, en fólk getur hæglega verið með einkenni augnþurrks án þess þó að gera sér grein fyrir krankleikanum sem auðveldlega er hægt að vinna bug á.

Þetta kemur fram í neytendaþættinum Allt er nú til á Hringbraut í kvöld, en þar heimsækir umsjármaðurinn Helga Eir Gunnlaugsdóttir fyrirtækið Sjónlag, en þar er til staðar svonefnd Táralind sem að hjálpar fólki sem þjáist af augnþurrk.  

Þátturinn Allt er nú til er líflegur neytendaþáttur, frumsýndur öll fimmtudagskvöld, en í hverjum þætti skoðar Helga eitthvað sem er nýtt á markaði, er fræðandi, kemur á óvart eða telst hreinlega skemmtilegt og spennandi.

Í þætti kvöldsins fer helga líka á Argentínu steikhús þar sem strákarnir kveikja upp í grillinu og sýna áhorfendum galdurinn á bak við góðu steikurnar þeirra og hver ástæðan er fyrir því að Argentína hefur notið jafn mikilla vinsælda og raun ber vitni í góðan aldarfjórðung.

Þáttur kvöldsins endar í kaffibolla hjá Te og Kaffi, en eigendur fyrirtækisins voru að opna nýja verslun í Kringlunni. Þeir fræða áhorfendur um undur kaffisins og greina meðal annars frá því að gamla \"uppáhellingar aðferðin\" er að verða vinsæl aftur, en hægt er að fara á ,,uppáhellingarbar\" hjá þeim í Te & Kaffi. 
 
Allt er nú til er frumsýnt 20:45 á Hringbraut í kvöld.