Ástþór Magnússon, fyrrverandi raðframbjóðandi til forseta Íslands, greinir frá því á Vísir.is í dag að ár sé liðið síðan hann sendi Volodimír Selenskí forseta Úkraínu og Vladimir Pútín forseta Rússlands bréf með friðartillögum fyrir stríðið í Úkraínu.
Engin svör hafa borist og er ekki er vitað hvort þeir gáfu sér tíma til að lesa bréfið.
„Fyrir rúmu ári síðan sendi Friður 2000 forseta Úkraníu og Rússlands tilllögur að friðarsamkomulagi og biðluðu til íslenskra stjórnvalda að beita sér fyrir friðarsamningum. Viljum við fórna Íslandi í stundarbrjálæði og gera Ísland og Íslenskar flugvélar að lögmætum skotmörkum í brjálaðri styrjöld sem við nú styðjum með flutningum á drápstólum,“ skrifar Ástþór en han sakar þar Ísland um að vera styðja við hryðjuverk.
„Elon Musk birti nokkrum mánuðum síðar svipaðar tilllögur á Twitter sem raunhæfa lausn á deilunni. Hann uppskar óhróður frá upptjúnuðu stríðsæsingaliði í Úkraínu og forsetanum Zelensky sem var á álíka nótum og George W. Bush þegar hann var að undirbúa Íraksstríðið og smala í lið hinna viljugu þjóða með hótanahlöðnum fullyrðingum, að þær þjóðir sem ekki styddu árás vestrænna þjóða á Írak styddu hryðjuverkamennina,“ heldur Ástþór áfram.
„Sagan hefur síðan leitt í ljós að hinar viljugu þjóðir, þar á meðal Ísland, báru ábyrgð á drápum hundruð þúsunda almennra borgara í ólögmætu stríði sem réttlætt var með lygaþvælu. Þegar ég varaði við því ráðabruggi að senda íslenskar farþegarflugvélar með vopn og hermenn, og vakti athygli á þeirri staðreynd að innrás í Írak væri byggt á lygum og ólögmætt, var mér umsvifalaust varpað í fangelsi á Litla Hrauni. Nú í dag erum við aftur að taka þátt í stríði með beinum hætti og gagnrýnisraddir þaggaðar niður og skilgreindar sem “hatursorðræða.”
„Ég reyndist sannspár um að við værum á leið í styrjöld við Rússland. Nú er siglt fullri ferð í þriðju heimsstyrjöldina sem sérfræðingar skjálfa yfir að muni enda með notkun kjarnorkuvopna. Einn ráðherra íslensku ríkisstjórnarinnar hefur tjáð mér að lítið sé talað um ástandið á ríkisstjórnarfundum þrátt fyrir að Ísland, með bandaríska herstöð, sé eitt augljósasta skotmarkið.“
„Nýlega varð uppi fótur og fit út af flugvél Landhelgisgæslunnar sem ráðgert var að selja úr landi og talað um þjóðaröryggi. Hvernig á sú gamla flugvél að bjarga þjóðinni frá kjarnorkusprengjum? Ekkert mun bjarga okkur frá slíkum hörmungum nema ný hugmyndafræði friðar við allar þjóðir,“ skrifar Ástþór
Hann spyr svo: Getur einhver komið vitinu fyrir þetta fólk?
„Samtökin Friður 2000 eru tilbúin til að virkja tengsl sín við helstu fræðimenn heims í friðarmálum til að aðstoða ráðamenn að finna raunhæfa lausn til varanlegs friðar og afvopnunar. Við vonum að einhverjir geti komið vitinu fyrir forystu Íslands að leita slíkra leiða áður en það er of seint,“ skrifar Ástþór að lokum.
Bréfið og tillögur Ástþór má sjá hér að neðan.