Ástríðan blómstrar í matar- og kryddheiminum

Góð krydd gera gæfumuninn þegar við erum að elda og toppa máltíðina með framandi brögðum sem kitla bragðlaukana. Það má með sanni segja upprunni og gæði kryddanna skipti öllu máli og þar skiptir þekking og ástríðan líka máli. Hjónin Ólöf Einarsdóttir og Omry Avraham eiga Kryddhúsið, en þau hjónin stofnuðu fyrirtækið árið 2015 sem hefur þróast og vaxið hratt síðastliðin sex ár. Sjöfn Þórðar heimsækir hjónin í Hafnarfjörðinn þar sem Kryddhúsið er til í húsa í Flatahrauni 5B í þættinum Matur og Heimili og fær þau til ljóstra upp hvar leiðir þeirra lágu saman og kryddunum í tilveru þeirra.

Alinn upp við ríka kryddhefð

Omry er alinn upp við ríka kryddhefð í matarmenningu miðausturlanda, hann er frá Ísrael og ættir að rekja til Marokkó og Íraks. „Ég fór á kryddmarkaði með mömmu minni og ömmu þar sem krydd var keypt eftir vigt í poka, það duguð ekki til svona litlir staukar,“ segir Omry og man vel eftir ilminum í kryddmörkuðunum sem glöddu lyktarskynið. Ólöf er menntuð í náttúrulækningum og sameinast því bakgrunnur þeirra beggja ásamt árstríðu fyrir góðum og næringarríkum mat. „Mín nálgun er næringargildi kryddsins og eiginleikar ásamt góðu bragði,“segir Ólöf sem nýtur sköpunarkraftinn með Omry að þróa ljúffeng og framandi krydd sem toppa tilveruna í matarmenningunni. Kryddhúsið státar af frábæru úrvali af kryddblöndum frá ýmsum heimshornum ásamt heilu og möluð kryddi í miklum gæðum sem Omry og Ólöf eru stolt af. Öll kryddin eru náttúrleg vara, ómeðhöndluð og án allra aukaefna sem er þeirra aðalsmerki.

Meira um kryddin og ástríðu þeirra hjóna í þættinum Matur og Heimili í kvöld klukkan