Tuttugu öflugar konur hafa tekið höndum saman um að hringja út og hvetja konur í flokknum til að kjósa Áslaugu Friðriksdóttur í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þær hafa verið ötular undanfarna daga og fengið fínar viðtökur.
Bent er á að staða kvenna í flokknum sé veik og nú sé tækifæri til að rétta hlut þeirra. Einungis fjórar konur eiga nú sæti á Alþingi fyrir flokkinn. Þrjár féllu af þingi í síðustu kosningum.
Áslaug gæti unnið þetta prófkjör þó Moggaklíkan og hluti flokkseigenda hamist með Eyþóri. Ekki er víst að það dugi því hann virðist ekkert vera inni í málefnum Reykjavíkur enda nýfluttur í bæinn frá Selfossi eftir skilnað.
Andstæðingar flokksins í Reykjavík vona að Eyþór vinni því þeir telja sig hafa svo margt á hann en Áslaug og Kjartan eru með hreinan skjöld.
Andstæðingarnir eru með ýmsar upplýsingar um vafasaman viðskiptaferil Eyþórs frá ýmsum tímum, þeir benda á bullandi hagsmunaárekstra, einkennilegt siðferðismat hans og þeir hafa ekki gleymt ljósastaurnum á Kleppsvegi og tilraun Eyþórs til að koma sökinni á eiginkonuna með því að blekkja lögregluna. Þá mun ætlun þeirra vera að beina kastljósi að milljarðatapi Becromal sem Eyþór stofnaði.
Skjálftavirknin fer hratt vaxandi!
Rtá.