Jón Karl Ólafsson vill ekki fara í leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Margir hafa hvatt hann til dáða því flokkurinn er í algerri kreppu út af framboðsmálum í borginni.
Jón Karl er með starfskjör hjá Ísavía sem nema 2 milljónum króna á mánuði. Sem leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í minnihluta þyrfti hann að þola helmings lækkun á starfskjörum. Hver kærir sig um slíkt?
Flokkurinn getur ekki bætt þann missi og ekki hafa efnamenn í flokknum fengist til þess heldur að borga mismuninn eins og stundum hefur gerst.
Hanna Birna og Illugi Gunnarsson hafa kannað hvort þau hafi stuðning í borginni en hann reynist enginn vera. Nánast núll. Þau hafa verið afskrifuð að fullu.
Áslaug Friðriksdóttir mun því leiða lista flokksins í borginni. Hún þykir skárri kostur en Kjartan Magnússon.
Með drottningarviðtali í Fréttablaðinu um helgina þykir Áslaug hafa styrkt stöðu sína til muna.
Þá má ekki gleyma því að hún er dóttir Friðriks Sophussonar sem er elskaður og dáður í flokknum og það af verðleikum.
Rtá.