Sjöfn Þórðar heimsækir Örnu Guðlaugu Einarsdóttur í eldhúsið og vinnustofu kökuskreytingameistarans á fallegu heimili hennar og fjölskyldunnar í Garðabænum. Örnu er margt til lista lagt og listrænir hæfileikar hennar skína í gegn þegar kemur að því að baka og skreyta kökur. Hún bakar og skreytir eftir sérsóskum hvers og eins og ekkert verkefni er of flókið.
Skemmtilegast finnst Örnu að fá nýjar hugmyndir af kökuskreytingum sem er hrein áskorun að takast á við. Góð vinnuaðstaða er lykilatriði fyrir baksturinn og skreytingar og fyrir því hefur Arna hugsað til þaula. Arna sýnir nokkur leynitrix þegar kemur að því að skreyta kökur með listrænum hætti. Missið ekki af þessu skemmtilega innliti í eldhús kökuskreytingarmeistarans í kvöld, sjón er svo sannarlega sögu ríkari.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.