Anna Sigríður Ólafsdóttir dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands verður fastur gestur í næstu þáttum Lífsstíls og fjallar þar um mikilvægi próteins fyrir líkama og sál. Þar með tekur hún upp þráðinn frá því fyrr í vetur (er ekki annars ennþá vetur) þar sem hún tók fyrir kolvetni eins og henni einni er líkast. Prótein er auðvitað hægt að fá úr margskonar fæðu; fiski, kjöti, hnetum, fræjum, mjólkurafurðum og eggjum - og eru líkamanum afar mikilvæg. Anna Sigga mun í föstum innkomum sínum í þættinum gera grein fyrir því hvernig próteinin gagnast okkur og hvað ber að hafa í huga þegar þessi mikilvægi hlekkur matarkejðunnar er annars vegar.
Anna sigga tekur próteinið fyrir

Fleiri fréttir
Nýjast