Alvöru amerískur morgunverður af bestu gerð

Á Gráa Kettinum við Hverfisgötu er að finna alvöru amerískan morgunverð af bestu gerð. Húsið sem hýsir staðinn er með eindæmum fallegt og reisulegt og þegar inn er komið á Gráa Köttinn er pínulítið eins og koma inn í ameríska bíómynd. Grái Kötturinn er annálaður morgunverðastaður þar sem hugsað er fyrir hverju smáatriið og ekkert hefur breyst frá opnun staðarins frá árinu 1997 nema skipt hefur verið um eigendur. Sjöfn Þórðar heimsækir staðinn og hittir Huldu Hákon listakonu en hún stofnaði staðinn ásamt eiginmanni sínum Jóni Óskari og Maríu Elínardóttur listakonu sem er í dag rekstrarstjóri staðarins og dóttir núverandi eigenda. Foreldrar hennar eru Ásmundur Helgason og Elín G. Ragnarsdóttir og eiga staðinn í dag.

M&H GRái Kötturinn 10.jpg

„Þegar við Jón Óskar fluttum heim frá Brooklyn þar sem við bjuggum á námsárunum okkar fundum við fyrir söknuði að geta hvergi farið og fengið okkur alvöru amerískan morgunverð með pönnukökum og öllu tilheyrandi,“segir Hulda Hákon og ljóstrar upp leyndarmálinu bak við tilurð staðarins.

M&H GRái Kötturinn - trukkurinn.jpg

„Við höfum nánast engu breytt, eingöngu bætt þremur réttum á matseðlinn og allar uppskriftirnar eru upprunalegar frá Huldu Hákon og Jón Óskari,“segir María og finnur mikið fyrir þakklæti föstu kúnnana sem koma ávallt til að fá sinn uppáhalds morgunverð og kaffið sem frægt er orðið á Gráa Kettinum.

Skemmtilegt innlit á Gráa Köttinn í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00 sem kitlar bragðlaukana.