Gaman er að sjá myndir af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í fjölmiðlum í dag þar sem hann fylgist með stórleik kvennalandsliðsins í knattspyrnu í Hollandi. Guðni fylgdist með leiknum meðal almennings, fólksins. Hann var í venjulegum sætum ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann hvatti og studdi liðið eins og fjöldinn sem kom frá Íslandi til að styðja stelpurnar.
Í heiðursstúkunni dvöldu ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson, einangraðir með silkihúfum og fína fólkinu.
Guðni er hann sjálfur, einn af okkur. Hann getur alltaf verið með fólkinu og hluti hópsins.
Stjórnmálamenn vilja vera sem lengst frá fólkinu. Nema bara rétt fyrir kosningar. Þá er gott að vera meðal fólksins því þá heitir fólkið ekki almenningur heldur KJÓSENDUR.
rtá.