Alþingi kollsteypir frumvarpi bjarna ben

Frosti Sigurjónsson alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir öllum meginatriðum í nýju frumvarpi fjármálaráðherra hafa verið hafnað í meðförum Alþingis.

Frumvarpið er um stofnun félags til að fara með ríkiseignir sem falla til vegna stöðugleikaframlags vegna uppgjörs slitabúa bankanna. Hafnað er þáttum í frumvarpi fjármálaráðherra eins og ófullnægjandi kröfum um hæfni stjórnenda félagsins, um ríkisábyrgð á skaðleysi þeirra og um skort á lýðræðislegu aðhaldi með störfum félagsins sem felur meðal annars í sér ráðstöfun ríkiseigna.

Þetta kom fram í samtali Frosta við Ólafana og Helga Hjörvar alþingismann á Hringbraut í gærkvöld. Þáttur Ólafanna verður endursýndur um helgina, en hægt er að skoða hann líka hér á vef stöðvarinnar.

Þættir Ólafanna eru vikulaga á dagskrá Hringbrautar og fjalla um þjóðfélagsmál sem eru ofarlega á baugi og þarfnast útskýringar á mannmáli.