Álögur á fasteignaeigendur halda áfram að hækka

Á fundi Fé­lags at­vinnu­rek­enda, Hús­eig­enda­fé­lagsins og Lands­sam­bands eldri borg­ara var lýst yfir megnri óánægju yfir mikl­um yf­ir­vof­andi og þegar orðnum álög­um á fast­eign­ir í formi fast­eigna­skatts, fast­eigna­gjalda og annarra gjalda, sem lögð eru á fast­eigna­eig­end­ur á grund­velli fast­eigna­mats.

Álykt­un um fast­eigna­gjöld var kynnt á fundi sam­tak­anna um fast­eigna­gjöld í gær.

Jafnframt kemur þar fram að stjórn­völd þurfi að grípa til taf­ar­lausra aðgerða til að stemma stigu við sjálf­virk­um hækk­un­um á slík­um gjöld­um og leita annarra, sann­gjarn­ari og hóf­legri leiða og aðferða en fast­eigna­mats til grund­vall­ar skatt­heimtu og álagn­ing­ar gjalda.

Hægt er að sjá ályktunina í heild sinni á vef Félags atvinnurekanda: http://www.atvinnurekendur.is/frettir/sveitarfelogin-laekki-alagningarprosentu-fasteignagjalda/