Á fundi Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara var lýst yfir megnri óánægju yfir miklum yfirvofandi og þegar orðnum álögum á fasteignir í formi fasteignaskatts, fasteignagjalda og annarra gjalda, sem lögð eru á fasteignaeigendur á grundvelli fasteignamats.
Ályktun um fasteignagjöld var kynnt á fundi samtakanna um fasteignagjöld í gær.
Jafnframt kemur þar fram að stjórnvöld þurfi að grípa til tafarlausra aðgerða til að stemma stigu við sjálfvirkum hækkunum á slíkum gjöldum og leita annarra, sanngjarnari og hóflegri leiða og aðferða en fasteignamats til grundvallar skattheimtu og álagningar gjalda.
Hægt er að sjá ályktunina í heild sinni á vef Félags atvinnurekanda: http://www.atvinnurekendur.is/frettir/sveitarfelogin-laekki-alagningarprosentu-fasteignagjalda/