Almenningur vill guðna bergs.

Talsverð undiralda er nú innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Margir vilja sjá nýjan formann KSÍ kjörinn á ársþingi síðar í vetur.

Ekki er gert lítið úr starfi Geirs Þorsteinssonar sem verið hefur framkvæmdastjóri og síðar formaður samtakanna síðustu 20 árin. En mörgum finnst það vera orðinn alveg nægur tími og rétt sé að breyta nú til.

Ljóst er að Guðni Bergsson gefur kost á sér og nýtur mikillar hylli meðal almennings. Það sama verður ekki sagt um Geir.

Guðni á langan og farsælan knattspyrnuferil að baki, fyrst með Val þar sem hann varð margfaldur meistari og síðan í atvinnumennsku, m. a. með Tottenham og Bolton. Hann á 80 A-landsleiki að baki og var fyrirliði í fjölda þeirra. Guðni þykir koma einstaklega vel fyrir í fjölmiðlum og gæti orðið glæsilegur formaður KSÍ. Hann er lögfræðingur að mennt.

Vefurinn 433.is birti nýlega könnun sem sýnir yfirburðavinsældir Guðna saman borið við Geir. Sjá meðf. frétt:

                    http://433.is/deildir/landslidid/88-prosent-vilja-gudna-sem-formann-ksi-frekar-en-geir/


Í könnuninni kemur fram að 88% þátttakenda kusu Guðna Bergsson en einungis 12% Geir. Könnunin var stór því 2.202 kusu Guðna en 294 Geir.

Margir óttast hins vegar að búið sé að móta svo samansaumað kosningakerfi hjá KSÍ að mjög erfitt sé að ná þar fram lýðræðislegum breytingum.

Hópur manna heldur þar völdum, ferðast með formanninum víða um lönd og lifir hátt á lúxushótelum. Þessir \"eigendur\" KSÍ vilja engar breytingar og munu berjast fyrir áframhaldi aðgangi að þessum hlunnindum.

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort knattspyrnuhreyfingin lætur þennan þrönga hóp ráða því að ekki sé unnt að standa fyrir breytingum þegar jafn öflugt formannsefni og Guðni er í boði.



Sent from my iPhone