Þátturinn Allt er nú ti er líflegur neytendaþáttur á Hringbraut í umsjón Helgu Eir Gunnlaugsdóttur, sem hóf göngu sína í síðustu viku og verður vikulega á dagskrá Hringbrautar á fimmtudögum í vetur.
Í hverjum þætti skoðar Helga allt það sem neytandinn þarf að vita um nýjar, spennandi og skemmtilegar vörur og þjónustu á markaði.
Í kvöld prófar Helga Eir meðal annars sýndarveruleikagleraugu í fyrsta sinn og segir hún upplifunina hafa verið alveg hreint ótrúlega. Eins kíkir hún í upplýsingafyrirtækið 1819, en það er nú þriðja símaskráin á markaðnum.
Þáttinn má sjá í heild sinni eða að hluta hér á Hringbraut en Allt er nú til er sýndur á fimmtudagskvöldum kl. 20:45 og endursýnt 22:45.