„Af hverju kemur mér ekki á óvart að dómsmálaráðherra vilji taka á fjölgun byssu- og hnifaofbeldismála með aukinni löggæslu?“ Spyr Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata á Facebook í dag.
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur verið mikið í deiglunni eftir skotárásina á Blönduósi og hefur hann meðal annars sagt aukinn vopnaburður, þá einna helst hjá ungu fólki, er mikið áhyggjuefni að sögn Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra. Hann segir tölulegar staðreyndir sýna fram á að útköllum sérsveitar hafi fjölgað, þó í meira magni vegna eggvopna en skotvopna.
Jón hefur einnig sagt að það sé mikilvægt að herða skotvopnalöggjöf hér á landi og þá þurfi að endurskoða vopnaburð lögreglu.
Alexandra er hins vega afar ósátt með síðasta punktinn enda telur hún að hann muni ekki hafa áhrif.
„Það er bara einfaldlega ekki rót vandans og við munum aldrei hafa svo mikið af svo vel vopnuðum löggum að slík mál hætti að koma upp. Og við ættum ekki að reyna það, eina sem það færir okkur er þvingaðara andrúmsloft og meira lögregluríki. Það þarf að taka á úrræðaleysi fyrir fólk sem sýnir merki um ofbeldishegðun, bæta geðheilbrigðisþjónustu og stytta afgreiðslutíma. Almennt bara bæta heilbrigðis og velferðarþjónustu,“ skrifar Alexandra.