Aldur Kristrúnar truflar ekki – margar hliðstæður

Einhverjir hafa fundið að því að Kristrún Frostadóttir sé of ung til að taka við formennsku í Samfylkingunni, en hún er 34 ára. Þeir sem tala þannig eru annað hvort illa að sér eða of gamlir sjálfir!

Lítum á nokkur dæmi:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er einnig 34 ára en verður 35 ára þann 4. nóvember nk., eða um svipað leyti og hún verður endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur nú gegnt ráðherraembætti á vegum flokksins í sex ár. Þá er talið fullvíst að Bjarni Benediktsson, sem verður endurkjörinn formaður í haust, muni segja af sér og hætta í stjórnmálum seint á næsta ári og þá tekur Þórdís Korbrún við formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Engin umræða hefur verið um að hún sé of ung til að gegna öllum þessum virðingar-og valdastöðum.

Talandi um Sjálfstæðisflokkinn: Þorsteinn Pálsson var kjörinn formaður flokksins 35 ára að aldri og gengdi því embætti í níu ár og var forsætisráðherra á árunum 1987 og 1988. Davíð Oddsson tók við starfi borgarstjóra árið 1982, þá 34 ára. Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen voru á svipuðu reki þegar þeir urðu borgarstjórar í Reylkjavík. Það er því alþekkt í Sjálfstæðisflokknum að frekar ungu fólki hafi verið treyst fyrir ábyrgðarstöðum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var einnig 34 ára þegar hann var fyrst kjörinn formaður Framsóknarflokksins. Hann gegndi embætti forsætisráðherra í 3 ár.

Eysteinn Jónsson var 27 ára þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra í fyrsta ráðuneyti Hermanns Jónassonar, stjórn hinna vinnandi stétta, í júlí 1934.

- Ólafur Arnarson.