Aldís Schram hafði betur gegn Agnesi Braga: „Var læst inni með froðufellandi kynlífsbrjálaðri graðkerlingu“

Aldís Schram hafði í dag betur gegn Agnesi Bragadóttur í Héraðdómi Reykjavíkur. Um var að ræða meiðyrðamál þar sem fjögur ummæli, sem Agnes lét falla á Facebook, voru dæmd dauð og ómerk.

Auk þess var Agnesi gert að greiða Aldísi 600 þúsund í miskabætur og 1.5 milljón í málskostnað.

Ummælin voru rituð á Facebook þann 7. desember í fyrra og þótti dómaranum þau vera: „sérstaklega ósmekkleg og móðgandi“ og „sérstaklega ógeðfelld og ósæmandi.“

Ummælin fjögur voru þessi:

„...þið byrjuðuð í þessum viðurstyggilega leðjuslag við Laufeyju og Carmen, þar sem aðalhvatamaður og leikstjóri er Aldís nokkur, svokölluð dóttir ykkar ...“

„Hætti Aldís ekki sínum lygum og óþverraskap í garð BSchr og JBH þá mun ég gefa hér, á þessum vettvangi, nákvæma lýsingu á því, hvernig hún reyndi að nauðga mér á læstri sjúkrastofu sinni á deild 33 geðdeild ...“

„ég ... var læst inni með froðufellandi kynlífsbrjálaðri graðkerlingu ...“

„... ef þú lætur ekki af hatursfullum ofsóknum þínum, þá ...“