Það dugaði ekkert minna en forsíða Fréttablaðsins undir þau gamanmál að \"áhrifamenn\" í Framsókn vildu að Sigmundur Davíð tæki að sér að leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningum að ári.
Ekki var getið nafna þessara manna og ekkert haft eftir neinum heimildum. Þetta er auðvitað bara fyndið. Þarf Reykjavík að sækja sér borgarfulltrúa sem er með lögheimili í eyðibýli á Jökuldal og býr í Garðabæ?
Nei, svo slæmt er ástandið í höfuðborginni ekki þó sitthvað bjáti á.
Hitt er svo annað mál að núverandi borgarfulltrúar Framsóknar hafa engu áorkað á kjörtímabilinu. Þær ágætu konur eru týndar og tröllum gefnar - eins og reyndar öll stjórnarandstaðan í borginni.
Framsókn verður að finna aðra frambjóðendur, en þó ekki með lögheimili á Jökuldal.