Þegar kemur að fisknum eða kjötinu sem mallar á grillinu skiptir tvennt mestu máli þegar rétturinn er kominn á diskinn; við reiknum nefnilega með að grillmaturinn sé almennilega eldaður og að kartöflurnar, sætar eða hvítar, séu passlega linar, en gott og vel; þá er bara tvennt sem tungan biður um; salatsósan þarf að bíta, t.d. blanda af sinnepi, ólífuolíu og hvítvínsediki, en sósan með aðalbitanum á disknum skiptir náttúrlega sköpum. Og munið; ekki hafa hana nálægt bragði réttarins, látið hana teygja ykkur lengra - og þá þetta; rifin agúrka svo nemur hálfum bolla út í hálfa dós af grískri jógúrt, tveir kreistir hvítlaukar, hálf teskeið kúminduft (skiptir sköpum), helst fersk söxuð mynta úr krepptum hnefa og svo náttúrlega salt og pipar að hætti heimilisins. Og viti menn; þessi ferska og líflega sósa stækkar bara réttinn ...
Agúrkusósan sem öllu breytir

Fleiri fréttir
Nýjast