Áfram grímuskylda í Bónus

Í öll­um versl­un­um Bónus verður áfram­hald­andi grímu­skylda, bæði fyr­ir starfs­fólk og viðskipta­vini, þrátt fyr­ir breytt­ar reglu­gerðir. Munu þess­ar regl­ur gilda til og með 2. des­em­ber og verða end­ur­metn­ar þá í sam­ræmi við ný til­mæli yf­ir­valda samkvæmt tilkynningu frá starfsfólki Bónus.

„Til að huga að öryggi starfsfólks og viðskiptavina og minnka álag í verslunum, verða viðskiptavinir í verslunum Bónus áfram skyldugir til að bera grímu, hvort sem þeir hafi fengið COVID-19 eður ei. Grímuskyldan mun standa yfir til og með 2. desember. Með nýrri reglugerð um grímunotkun er verið að setja okkur í erfiða stöðu og til að koma í veg fyrir óþarfa spennu og árekstra í verslunum okkar tókum við þessa ákvörðun með hag ykkar og starfsfólks okkar að leiðarljósi. Við vonum að þið taki vel í framtakið því að okkar mati er samhent átak og öflugar sóttvarnir lykillinn að árangri.“