Mjög deilt um öryggi fyllinga

Á vefsíðu Heilsuhússins er að finna fræðilega og góða grein um Kvikasilfur en borið hefur á því hérlendis að fólk hafi haft áhyggjur af kvikasilfursinnihaldi í sumum bóluefnum fyrir ungabörn, en það magn er smávægilegt miðað við kvikasilfursmagn frá öðrum mengunarvöldum í umhverfi manna, til dæmis í silfurfyllingum í tönnum. Umræðan um kvikasilfur í amalgamfyllingum virðist ekki hafa verið sérlega áberandi hér á landi, en öryggi þessara fyllinga er vægast sagt afar umdeilt. Helmingur þess efnis sem notað er í tannsilfrið er kvikasilfur, hinir málmarnir eru silfur, tin, kopar og smávægilegt magn af öðrum málmum. Ekki hefur tekist að sýna með afdrifaríkum hætti fram á skaðsemi amalgamfyllinga með klínískum rannsóknum, en á hinn bóginn er hæpið að fullyrða um öryggi þeirra (þó hefur verið sýnt fram á verulega hættu við það að tyggja reglulega nikótíntyggjó með amalgamfyllingar í munni þar sem það eykur stórlega kvikasilfursmagn í þvagi, svo mikið að það mælist yfir hættumörkum). Vitað er að það form af kvikasilfri sem fyrirfinnst í silfurfyllingum lekur í smá skömmtum út í líkamann yfir langan tíma og safnast fyrir í líffærum. Áhrif kvikasilfurs á líkamann geta því komið fram löngu eftir að fyllingar eru komnar í tennurnar. Margir sem látið hafa fjarlægja silfurfyllingar sverja fyrir það að þeir finni mikinn mun á heilsu sinni eftir það.


Lesa pistil í heild sinni hér: