Það getur verið hreint dásamlegt að tína íslenskar hundasúrur og nota í hundasúrupestó, enda bragðið hreint dásamlegt eins og allir þekkja sem einhvern tíma hafa verið börn að leik í íslensku sumri.
Á vefnum heilsuotorg.is er að finna skemmtilegt tilskrif um hvað má gera við íslensku hundasúrurnar, en þar segir að hundasúrur vaxi víða villtar í Evrópu, en finnist líka sumstaðar í Asíu og Ameríku. Börnum finnist oft gaman að tína upp í sig hundasúrulauf því að bragðið sé skemmtilegt og komi á óvart, minni stundum svolítið á spínat og geymi heldur frísklegt súrt bragð.
\"Hundasúrur eru líka ótrúlega skemmtilegar í matargerð og fást stundum á grænmetismörkuðum erlendis sem árstíðabundið sælkerahráefni. Þær má nota á sama hátt og kryddjurtir, eða í bland við annað grænt eins og spínat. Það er gaman að bæta hundasúrum út í salöt, pottrétti og súpur, en við höfum oftast notað þær í pestó,\" segir á vefnum - og ennfremur:
\"Það er einhver sérstök og heillandi orka sem fæst við að safna villtum jurtum og nýta til ætis. Jafnvel þegar þær finnast í túninu heima. Og í rauninni er ótrúlega gaman að sjá svona ofur venjulega jurt nýtta sem sérstakt sælkerahráefni annarsstaðar í heiminum. Í þetta sinn fundum við hundasúrur í túninu fyrir framan sumarbústaðinn og gerðum úr þeim ljúffengt pestó. Við bökuðum síðan pizzu með sætum kartöflum og notuðum hundasúrupestóið sem álegg eftir að pizzan var komin úr ofninum.\"
Hér kemur svo uppksirftin:
Hundasúrupestó
Hvítlauks og rósmarinolía
Pizzan
¼ tsk salt
1 msk jómfrúarólífuolía
60 ml heitt vatn