Ísbúð Omnom er á besta stað í súkkulaðigerð Omnom við Fiskislóð og býður uppá ævintýraferð fyrir bragðlaukana. Sköpunin og ástríðan er ávallt til staðar fyrir nýjungar og nú hafa bæst við fimm nýir ísréttir sem sérstaklega eru ætlaðir fyrir yngstu kynslóðina.
„Við vorum að bæta við fimm nýjum ævintýrlega gómsætum ísréttum fyrir káta krakka á öllum aldri þar sem mjólkursúkkulaði Úlfur fer með aðalhlutverkið,“segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður sem nýtur þess að skapa sælkera nýjungar í Ísbúð Omnom.
- KarmelluÚlfur
Karmellukrömbl, karmellusósa og mjólkursúkkulaði Úlfur.
- SúkkulaðikexÚlfur.
Súkkulaðikexkrömbl, hvít súkkulaði-vanillusósa og mjólkursúkkulaði Úlfur.
- HunangsÚlfur.
Ristaðar hunangskornflögur, súkkulaði-karamellusósa og mjólkursúkkulaði Úlfur.
- LakkrísÚlfur.
Lakkríssúkkulaðisósa, hindberja-lakkrís-súkkulaði-krömbl og mjólkursúkkulaði Úlfur.
- HnetuÚlfur.
Súkkulaðisalthnetur, möndlusmjör og mjólkursúkkulaði Úlfur.
Val milli lakkrísís eða hvít súkkulaði-vanilluís.
Litlu Úlfarnir eru nú fáanlegir í ísbúðinni ásamt öllum hinum vinsælu ísréttunum sem hafa slegið í gegn. Opið verður alla daga í sumar frá 13:00 til 22:00. Hægt er líka pantað alla ísréttina í gegnum YESS . Þá er bara að panta og velja hvenær sótt er. Einföld og skemmtileg lausn.
*Kynning
Omnom ísbúðin er litrík og skemmtileg./Ljósmyndir Omnom.
HungangsÚlfurinn.
HnetuÚlfurinn.
LakkrísÚlfurinn.
KaramelluÚlfurinn.
SúkkulaðikexÚlfurinn.