Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar Gróðurhúsið og hittir Brynjólf Baldursson einn eiganda og fær innsýn í lífsstíls hótelið sem á sér enga líka.
Lífsstíls hótelið, The Greenhouse Hotel, er með áherslu á hágæða herbergi ásamt lifandi og skemmtilegri upplifun gesta. „Við erum að ljúka við að bæta við hér við glæsilegri útiaðstöðu uppi á toppi þar sem gestir geta notið sín með hækkandi sól,“ segir Brynjólfur.
Einnig er þar að finna einstakan bar þar sem töfrarnir gerast, Nýlendubarinn. Nýlendubar Kormáks og Skjaldar er ævintýralega skemmtilegur en þar er hægt að upplifa suðræna stemningu og skála í svalandi drykk undir pálmatré.
„Okkur langaði til að bjóða upp á lifandi stemningu sem minnir á Havana á Kúbu, með suðrænu ívafi og láta tónana óma í þeim anda,“ segja þeir Kormákur og Skjöldur. Nýjasti hlutinn barsins var opnaður í sumar á þaki hússins sem hefur notið mikilla hylli gesta. Hvað er skemmtilegra en að njóta suðræna stemningar en á þakbarnum í Gróðurhúsinu?
En barinn nær einnig til setustofu annarrar hæðar og þaksvala með frábæru útsýni til suðurs.
Meira um leyndardóma Gróðurhússins og Nýlendubarsins í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.
Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér: