Æ fleiri Íslendingar hafa sjávarfang á borðstólum yffir hátíðarnar og segir fiskikóngurinn sjálfur, Kristján Berg, sem er gestur Heimilisins í kvöld, að líkja megi þeirri breytingu við byltingu hin síðari ár.
Fjölbreytni sjávarfangs er enda miklu meiri nú til dags en verið hefur um langt árabil - og tilraunamennskan í eldhúsinu er algengari sem aldrei fyrr, svo sem hvað kræklinginn varðar sem er að verða vinsæll jólamatur, jafnt sem aðalréttur og forréttur.
Humarinn er samt vinsælastur sem fyrr, jafnt humarsúpa og humarréttir af öllu tagi, en Kristján kennir áhorfendum Hringbrautar í kvöld helstu aðferðir við að verka, handera og elda humar, en sjálfur hefur hann þetta kostasjávarfang á jólaborði fjölskyldunnar á aðfangadag - og það er ekkert sem fær því breytt, að sögn þessa vinsæla fisksölumanns.
Heimilið byrjar klukkan 20:00 í kvöld.