Að­eins sjö ára gamall þegar á­huginn á mynd­list kviknaði

Sigurður Sæ­var Magnúsar­son mynd­listar­maður, lista­verka­safnari og lífs­kúnster verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fast­eignir og Heimili í kvöld:

Ís­lensk mynd­list er eitt af því sem er mikið augna­kon­fekt fyrir heimili þar sem þau skipa oft stóran sess og stundum lýsa verkin eig­anda sínum vel á tákn­rænan hátt. Fal­legt mál­verk á vegg getur breytt öllu.

Sjöfn Þórðar heim­sækir Sigurð Sæ­var Magnúsar­son á heimili hans og vinnu­stofu í þættinum Fast­eignir og heimili í kvöld þar sem mynd­listin er svo sannar­lega í for­grunni og fangar gests­augað.

Sigurður Sæ­var er ungur og efni­legur mynd­listar­maður sem hefur ástríðu fyrir ís­lenskri mynd­list og hefur sankað að sér fjölda fal­legra verka eftir íslenska mynd­listar­menn. Hann hefur verið heillaður af ís­lenskri mynd­list allt frá því hann var sjö ára gamall en eftir ferð á mál­verka­sýningu fékk hann upp­ljómun og ást­ríðan blossaði.

„Það var sýningin hans Ólafs Elías­sonar mynd­listar­manns, Frost­virkni sem sýnd var í Hafnar­húsinu árið 2004 þar sem ég heillaðist gjör­sam­lega upp úr skónum. Þar kviknaði á­hugi minn á mynd­list,“ sagði Sigurður Sæ­var og man þessa stund eins og hún hafi gerst í gær.

Sjálfur er hann ein­stakur mynd­listar­maður sem hefur mótað sér sinn eigin stíl sem tekið er eftir. Heimili hans og vinnu­stofa ber þess sterk merki og til­finningin að stíga inn til Sigurðar Sæ­vars er eins og í frönsku lista­manna­hverfi þar sem listin er alls ráðandi og boðið er uppá veitingar á franska vísu. Heimsins beztu Sörur eru bornar fram fyrir gesti en faðir Sigurðar, Magnús Ólafs­son, bakar þær af hjartans list og kann svo sannar­lega að töfra fram franska bragðið sem tónir vel við lista­mannshand­bragðið.

Sigurður Sæ­var er list­rænn, fróður og mikill lífs­kúnstner með fal­lega og ljúfa nær­veru sem heillar alla sem til hans koma. Sigurður Sæ­var hefur þegar haldið þó nokkrar einka­sýningar þrátt fyrir ungan aldur. Sigurður Sæ­var er að­eins 22 ára gamall, hefur málað síðan hann var tíu ára gamall og byrjaði að safna mál­verkum eftir ís­lenska mynd­listar­menn á ung­lings­árum.

„Þegar ég var tíu ára fékk ég í af­mælis­gjöf pensil, málningu og striga frá systur minni. Daginn eftir málaði ég mynd, eftir að hafa tekið þá á­kvörðun að gerast mynd­listar­maður í fram­tíðinni. Þetta var þann 16. septem­ber árið 2007,“ sagði Sigurður Sæ­var og hefur málaða fjölda mál­verka síðan.

Sigurður Sæ­var stundar nám við Konung­legu lista­akademíuna í Haag í Hollandi sem er virtur lista­há­skóli og er að hefja annan vetur sinn þar í septem­ber. Listin á hug hans allan og það er virki­lega gaman að njóta listarinnar með leið­sögn hans og hand­bragðs.

Missið ekki af at­huga­verðu og lifandi inn­liti á lista­manns­heimili og vinnu­stofu.

Þátturinn Fast­eignir & Heimili verður á dag­skrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjöl­breyttur og með per­sónu­legum blæ.