Aðeins ein barnafatasíða í lagi

Aðeins ein af fimmtán íslenskum ís­lensk­um vefsíðum sem selja barnafatnað á net­inu reyndist vera í lagi og samræmast regluverki um merk­ing­ar á fatnaði og upp­lýs­ing­ar um viðkom­andi söluaðila.

Eina síðan sem uppfylti kröfurnar var Tvö líf, að því er seg­ir á vef Neytendastofu í dag.

Full­nægj­andi upp­lýs­ing­ar um söluaðilann vantaði á 12 vefsíðum, aðallega var um að ræða að það vantaði nafn og kenni­tölu fyr­ir­tæk­is­ins sem og virðis­auka­núm­er. Einnig vantaði upp­lýs­ing­ar um tex­tíl merk­ing­ar á barnafatnaðnum hjá 11 vefsíðum, seg­ir enn­frem­ur.

Bent er á, að neyt­end­ur séu í aukn­um mæli að versla fatnað á net­inu. Þeir eigi að geta séð al­veg eins og þegar var­an sé keypt í versl­un úr hverju flík­in er, til dæm­is hvort var­an sé úr 100% bóm­ull eða bóm­ull­ar­blöndu, eða hvort hún sé úr polyester: \"Þó að það sé ekki krafa að birta þvotta­leiðbein­ing­ar á vefsíðum þá hvetj­um við söluaðila til að birta þær líka. Góð regla er að all­ar þær merk­ing­ar og leiðbein­ing­ar sem fylgja vör­unni séu einnig aðgengi­leg­ar á net­inu.

Neyt­end­ur eiga einnig að geta séð hver selj­andi er og þess vegna á að koma fram nafn fyr­ir­tæk­is, heim­il­is­fang þar sem fyr­ir­tækið hef­ur staðfestu, kennitala, net­fang, vsk.núm­er og sú op­in­bera skrá sem fyr­ir­tækið er skráð hjá, svo sem fir­ma­skrá,“ seg­ir á vef Neyt­enda­stofu.