Á hverju lifa þau blessunin?

Útkoma tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV vekja jafnan mikla forvitni hjá almenningi í landinu sem kaupir þessi blöð og les þau sér til upplýsingar, oft undrunar og jafnvel hneykslunar.

Skiljanlega vekja tekjur hinna hæst launuðu mesta athygli. Þar er fjallað um fólkið sem ber mest úr bítum og greiðir jafnframt hæstu skattana til samfélagsins.

Ef litið er á hinn endann á þessum listum, má einnig lesa sitthvað merkilegt út úr þeim fjárhæðum sem þar birtast. Oft er um þjóðþekkt fólk að ræða sem vitað er að hefur mikið að gera, fæst við margvísleg viðfangsefni og er jafnvel áberandi í margháttuðum umsvifum. Þeir sem sýna mjög lágar tekjur eru þá ekki að greiða tekjuskatta og útsvör til samfélagsins. Vert er að hafa í huga að umræddir einstaklingar gætu verið að greiða fjármarnstekjuskatta en þeir renna einungis í ríkissjóð.

Hér á eftir eru taldir upp nokkrir einstaklingar sem valdir eru af handahófi en eiga það sammerkt að sýna afar lágar skattskyldar tekjur á síðasta ári. Þær fjárhæðir sem hér um ræðir eru mánaðarlaun á árinu 2015 í þúsundum króna:

Hallgrímur Helgason rithöfundur 116 þús.

Herbert Guðmundsson söngvari 108 þús. 

Kristinn Hrafnsson myndlistarmaður 17 þús.

Ingibjörg Lind Karlsdóttir þáttastjórnandi 167 þús.

Karl Th. Birgisson ritstjóri 43 þús.

Gunnar Þ. Andersen fyrrverandi forstjóri FME  154 þús.

Óli Björn Kárason varaþingmaður 130 þús.

Guðfinnur Halldórsson bílasali  135 þús.

Benedikt Sveinsson lögfræðingur og fv. form. Eimskips 67 þús.

Rakel Olsen útgerðarkona í Stykkishólmi 132 þús.

Jörundur Ragnarsson leikari 35 þús.

Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur og útgefandi 148 þús.

Geir Ólafsson söngvari 229 þús.

Björn Sveinsson hrossabóndi á Varmalæk í Skagafirði 134 þús.

Ágúst Einarsson fv. rektor á Bifröst  200 þús.

Hlín Einarsdóttir fv. Ritstjóri Bleikt.is  229 þús.

Guðmundur Á. Birgisson fjárfestir og bóndi á Núpum, Ölfusi  53 þús.

Þorsteinn Hjaltested fjárfestir og skattakóngur 2011 og 2012  152 þús.

Gunnar Hjaltalín löggiltur endurskoðandi  154 þús.

Edda Sverrisdóttir fyrrverandi kaupmaður  4 þús.