Nokkrir harðlínumenn sem aðallega eru stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, láta sér verða tíðrætt um það nú um stundir að einn stjórnmálaforingi sé \" ... á harðahlaupum ...\" undan stefnu sinni í Evrópumálum. Þar skjóta þeir að Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, og vilja meina að hann sé að afneita meintri stefnu um aðild að Evrópusambndinu, hafi áður viljað aðild en vilji ekki lengur aðild.
Þessar staðhæfingar þeirra eru stórskemmtilegar og einkar athyglisverðar þegar þær eru skoðaðar í dálítið víðara samhengi. Til dæmis því hverjir hafi boðað aðild að Evrópusambandinu á undanförnum árum.
1989 starfaði svonefnd Aldamótanefnd Sjálfstæðisflokksins. Formaður var Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins. Í grein hér á Hringbraut 19. maí síðastliðinn (http://www.hringbraut.is/frettir/eigum-vid-ad-rifja-upp-esb-og-icesave-david ) rifjar Ólafur Arnarson upp kafla úr skýrslu aldamótanefndarinnar þar sem Davíð skrifaði meðal annars þetta:
\"Hugsanlega verður þó skynsamlegast að óska beinlínis eftir viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópubandalagið, þótt menn séu um leið reiðubúnir að láta inngöngu ráðast af því, hvort þau skilyrði, sem henni kunna að fylgja, þyki aðgengileg eða ekki. Verði sú niðurstaðan, að þau séu óaðgengileg talin, hafa menn heldur engar brýr brotið að baki sér. Og þrátt fyrir allt er líklegt að smæð okkar verði okkur styrkur ásamt með því að við erum að véla við bandalagsþjóðir okkar í Atlantshafsbandalaginu og margar hefðbundnar vinaþjóðir, þar sem við njótum trausts.
Það er því óheppilegt að borið hefur á því, að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með að veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfskapaða annmarka til viðræðna við Evrópubandalagið\".
Davíð hefur sannarlega hlaupið langt, mjög langt, frá þessari stefnu - en þar sem hann hefur haft ríflega aldarfjórðung til hlaupanna er kannski akki sanngjarnt að segja hann hafið verið á harðahlaupum frá þessari ESB stefnu sinni(!)
mbl.is segir í fyrirsögn 16. janúar 2009: \"Framsókn vill sækja um ESB-aðild með skilyrðum\" sjá hér: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/16/framsokn_vill_saekja_um_esb_2/
Í fréttinni segir m.a.: \"Álykt¬un um að Ísland eigi að hefja aðild¬ar¬viðræður við Evr¬ópu¬sam¬bandið var samþykkt með mikl¬um meiri¬hluta at¬kvæða á flokksþingi Fram¬sókn¬ar¬flokks¬ins í dag. Áður hafði verið hafnað til¬lögu um að flokksþingið legg¬ist ein¬dregið gegn öll¬um hug¬mynd¬um um að Ísland gangi í Evr-ópu¬sam¬bandið.\"
Sigmundur Davíð var kjörinn formaður á þessu flokksþingi, en hvorki hann né Framsókn hafa viljað hampa þessum sannarlegu harðahlaupum Sigmundar og flokksins frá stefnu sinni nú í seinni tíð.
Vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms sótti um aðild að Evrópusambandinu. Þar með ferði Steingrímur J. Sigfússon aðildina að stefnu sinni. Það gerði líka Katrín Jakobsdóttir, þá menntamálaráðherra og nú formaður Vinstri grænna. Bæði hafa þau eftir þetta reynt að komast undan aðildarstefnunni á harðahlaupum(!)
Benedikt og Viðreisn? Jú, Benedikt hefur lýst þeirri skoðun sinni (og þá eftir atvikum Viðreisnar líka) að standa bæri við loforð formanns Sjálfstæðisflokksins og formanns Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar 2013 að efna bæri til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Ekki hefur enn sést til Benedikts á harðahlaupum frá þeirri stefnu. Hún er óbreytt.